Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Skerðing á lífeyrisréttindum stundakennara

Skólavarðan sem er málgagn Kennarasambandsins kemur inn á mitt heimili Stundum er hún tekin strax úr plastinu og lesin en núna var enginn tími fyrr en þessa síðustu helgi. Vatt mér í sófann og hóf lesturinn. Greinin sem ég ætla að fjalla um er skrifuð af Ingibjörgu Úlfarsdóttur launafulltrúa KÍ þar sem hún fjallar um töku eftirlauna.  Óneitanlega vekur greinin upp spurningar um lífeyrisréttindi stundakennara sem ekki var minnst á, en starfandi grunnskólakennarar greiða ýmist í LSR, A, eða B sjóð (Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins) og fær kennarinn þá 11,5% í mótframlag frá ríkinu. Aftur á móti eru  stundakennarar skikkaðir til að greiða í  LSS, V-deild (Lífeyrissjóð starfsmanna sveitarfélaga) og verður þá mótframlagið 8%. Munar  kannski ekkert um þessi 3,5% þegar starfsaldri lýkur? Auk þess er V-deildin hjá LSS með aldurstengd réttindi, sem merkir að  eldra fólk ávinnur sér mun minni lífeyrisréttindi en yngra fólk.  Ég hef reynslu af þessu, Í mínu tilviki lét ég af störfum sem fastráðinn kennari og tók að mér forföll þegar þörf var á. Að mér forspurðri var mér gert að greiða í LSS V-deild og þá með skert lífeyrisréttindi miðað við A- deild LSR. Lofað var að leiðrétta þetta (Til er bréf upp á það), en ekkert hefur orðið um efndir.  Nú vill svo til að það starfa margir grunnskólakennarar sem stundakennarar, eru e.t.v. á 95 ára reglunni, farnir að taka eftirlaun 60 ára eða eldri en langar að vinna lengur við kennsluna. Hvers vegna er verið að gjaldfella kennara sem taka að sér stundakennslu? Er þetta geðþóttaákvörðun Reykjavíkurborgar? Fæ ekki svör við þessu né neinu sem við kemur þessum greiðslum. Eitt veit ég að það er greinilega forðast að minnast á þær. Fyrir utan þetta var grein Ingibjargar góð og gaf kennurum innsýn í flókin réttindi.  Það kæmi ekki á óvart að áunnin lífeyrisréttindi mín þá mánuði þegar ég var stundakennari, séu helmingi lægri en þau hefðu annars orðið, ef ég hefði greitt í A-deild LSR! Ekki er minnst á lífeyrisréttindi stundakennara í kjarasamningum kennara. Er virkilega enginn að pæla í þessu?  

Höfundur

Kristín Erlingsdóttir
Kristín Erlingsdóttir
Bloggarinn er kona á besta aldri, kennari, gift og þriggja barna móðir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 304

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband