Frístundabyggð í Dagverðarnesi

Hvað er að gerast í hugum landeigenda í Dagverðarnesi í Skorradal, sem hafa stillt upp við vegg fjölmörgum eigendum sumarbústaða með fáranlegri kröfu um kaup á lóðum langt yfir markaðsverði?

 

Ekki er lengur um að ræða að hægt sé að framlengja leiguna á sanngjörnum verðum, heldur  skal fjórðungur úr hektara verða seldur  á níu miljónir eða þú ferð burt!  Þetta finnst mér vægast sagt harkalegar aðgerðir.

 

Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, hefur nýlega mælt með stjórnarfrumvarpi á Alþingi um frístundabyggð, sem verja skal rétt sumarbúsareigenda.  Frumvarpið fékk einróma stuðning í umræðum á Alþingi fyrir skömmu og er nú til skoðunar í félags- og trygginganefnd þingsins. 

 

Ágætu þingmenn. Er ekki nauðsynlegt að setja þetta mál í flýtimeðferð, þannig að hægt sé að afgreiða frumvarpið sem lög frá Alþingi nú um páskana? 

Það er mikið í húfi fyrir  sumarbústaðareigendur í Dagverðarnesi, þar sem leigutíminn er að renna út hjá fjölmörgum á næstu vikum. Nú þarf fólk á vernd að halda og það strax.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristín Erlingsdóttir
Kristín Erlingsdóttir
Bloggarinn er kona á besta aldri, kennari, gift og þriggja barna móðir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband