Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Mennt er máttur, eða þannig.

 Nú fer að koma að því að við kennarar förum að semja um launin okkar, þar skiptir máli að semja ekki af sér, hafa ekki tímamörk úti í móum eins og síðast. Nú þegar ASÍ hefur samið  og samþykkt  sína samninga þá kemur það í ljós að þetta er auðvitað handónýtir samningar. Fall krónunnar og þessar slæmu verðlagshorfur með tilheyrandi verðbólgu auðvelda svo sannarlega ekki stöðu okkar kennara við samningaborðið. Hef það sterklega á tilfinningunni að það verði ekki samið okkur í vil og þá er hætt við að mikill flótti verði úr stéttinni. Hvað gera bændur þá? Mjög sennilega fjölgun leiðbeinenda, skortur á sérmenntuðu fólki í massavís. Það fara  einhverjir gæðingar af stað og stofna sérskóla og þá er um að gera að nota foreldraorlof til þess, eins og gert var í síðasta verkfalli kennara. Það er hvort sem er engin vinna fólgin í því að koma börnum til manns, hvorki  heima né í grunnskólum landsins. Því þá að borga fyrir þetta allt saman stórfé.Ég sem hélt í einfeldni minni að mennt væri máttur!

Blúshátíð í fremstu röð!

Ef einhver heldur að það sé leiðinlegt á blúshátíð þá er það ekki satt. Tónleikarnir í gærkvöld sögðu mér, sem ekki hafði farið áður,  að þessi hátíð sé best geymda leyndarmál okkar hér í borg. Auðvitað ætti ég ekki að segja þetta nokkrum manni því þá verð ég að mæta miklu fyrr á svæðið varðandi  borðahark. Það stefnir í að  næst verði þessir tónleikar barasta í Egilshöll, er það ekki draumurinn? Sem gamall jálkur þá saknaði ég Magnúsar Eiríks á svæðinu  en hinir voru alveg frábærir, Þau Deitra Farr, Tena Palmer,  Blúsmenn Andreu Gylfa, KK, Berþór Smári, Björgvin Gísla að ógleymdum Guðmundi Péturssyni sem var eiginlega á sviðinu allan tímann. Erfitt er að gera upp á milli listamanna ,en KK og hans band var toppurinn að mínu mati. Hlakka til að fara með stórfjölskylduna aftur á næstu Blúshátíð. Smile

Frístundabyggð í Dagverðarnesi

Hvað er að gerast í hugum landeigenda í Dagverðarnesi í Skorradal, sem hafa stillt upp við vegg fjölmörgum eigendum sumarbústaða með fáranlegri kröfu um kaup á lóðum langt yfir markaðsverði?

 

Ekki er lengur um að ræða að hægt sé að framlengja leiguna á sanngjörnum verðum, heldur  skal fjórðungur úr hektara verða seldur  á níu miljónir eða þú ferð burt!  Þetta finnst mér vægast sagt harkalegar aðgerðir.

 

Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, hefur nýlega mælt með stjórnarfrumvarpi á Alþingi um frístundabyggð, sem verja skal rétt sumarbúsareigenda.  Frumvarpið fékk einróma stuðning í umræðum á Alþingi fyrir skömmu og er nú til skoðunar í félags- og trygginganefnd þingsins. 

 

Ágætu þingmenn. Er ekki nauðsynlegt að setja þetta mál í flýtimeðferð, þannig að hægt sé að afgreiða frumvarpið sem lög frá Alþingi nú um páskana? 

Það er mikið í húfi fyrir  sumarbústaðareigendur í Dagverðarnesi, þar sem leigutíminn er að renna út hjá fjölmörgum á næstu vikum. Nú þarf fólk á vernd að halda og það strax.


Höfundur

Kristín Erlingsdóttir
Kristín Erlingsdóttir
Bloggarinn er kona á besta aldri, kennari, gift og þriggja barna móðir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband