21.3.2008 | 12:41
Mennt er máttur, eða þannig.
Nú fer að koma að því að við kennarar förum að semja um launin okkar, þar skiptir máli að semja ekki af sér, hafa ekki tímamörk úti í móum eins og síðast. Nú þegar ASÍ hefur samið og samþykkt sína samninga þá kemur það í ljós að þetta er auðvitað handónýtir samningar. Fall krónunnar og þessar slæmu verðlagshorfur með tilheyrandi verðbólgu auðvelda svo sannarlega ekki stöðu okkar kennara við samningaborðið. Hef það sterklega á tilfinningunni að það verði ekki samið okkur í vil og þá er hætt við að mikill flótti verði úr stéttinni. Hvað gera bændur þá? Mjög sennilega fjölgun leiðbeinenda, skortur á sérmenntuðu fólki í massavís. Það fara einhverjir gæðingar af stað og stofna sérskóla og þá er um að gera að nota foreldraorlof til þess, eins og gert var í síðasta verkfalli kennara. Það er hvort sem er engin vinna fólgin í því að koma börnum til manns, hvorki heima né í grunnskólum landsins. Því þá að borga fyrir þetta allt saman stórfé.Ég sem hélt í einfeldni minni að mennt væri máttur!
Flokkur: Menntun og skóli | Facebook
Færsluflokkar
Bloggvinir
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það verður flótti úr stéttinni það er nokkuð ljós. Þetta leit ekki vel út upp úrármótum en nú þegar gengi krónunnar hefur fallið er ástandið verra, það sjáum við í atvinnuauglýsingum nú um helgina, þar sem er verið að óska eftir kennurum til starfa næsta vetur.
Rósa Harðardóttir, 22.3.2008 kl. 22:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.