Blúshátíð í fremstu röð!

Ef einhver heldur að það sé leiðinlegt á blúshátíð þá er það ekki satt. Tónleikarnir í gærkvöld sögðu mér, sem ekki hafði farið áður,  að þessi hátíð sé best geymda leyndarmál okkar hér í borg. Auðvitað ætti ég ekki að segja þetta nokkrum manni því þá verð ég að mæta miklu fyrr á svæðið varðandi  borðahark. Það stefnir í að  næst verði þessir tónleikar barasta í Egilshöll, er það ekki draumurinn? Sem gamall jálkur þá saknaði ég Magnúsar Eiríks á svæðinu  en hinir voru alveg frábærir, Þau Deitra Farr, Tena Palmer,  Blúsmenn Andreu Gylfa, KK, Berþór Smári, Björgvin Gísla að ógleymdum Guðmundi Péturssyni sem var eiginlega á sviðinu allan tímann. Erfitt er að gera upp á milli listamanna ,en KK og hans band var toppurinn að mínu mati. Hlakka til að fara með stórfjölskylduna aftur á næstu Blúshátíð. Smile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

Sammála þér Kristín!

Blúshátíðin var frábær í alla staðai og stjörnur hennar voru að mínu mati KK, Gummi Pé, Bjöggi Gísla, Magic Slim og svo auðvitað Dóri Braga, sem skipulagði hátíðina.  

Júlíus Valsson, 3.4.2008 kl. 10:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristín Erlingsdóttir
Kristín Erlingsdóttir
Bloggarinn er kona á besta aldri, kennari, gift og þriggja barna móðir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband