Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Átta ára stúlka í ræðustól !

 

Í fréttum helgarinnar kom fram m.a. í Fréttablaðinu, að átta ára stúlka í þriðja bekk grunnskóla  hafi á mótmælafundi á Austurvelli sl. laugardag  flutt ræðu. Ræðan fjallaði  um  það að börn væru skuldsett fram til fullorðinsára. Hver ætli að hafi samið þessa ræðu? Er þetta ekki misnotkun  gagnvart barninu?  Þetta var ekki skynsamlegt og alveg út í hött að blanda börnum inn í pólitíska umræðu  sem þau hafa engan þroska til að taka þátt í.  Mér var eiginlega misboðið.

 


Frístundabyggð í Dagverðarnesi

Hvað er að gerast í hugum landeigenda í Dagverðarnesi í Skorradal, sem hafa stillt upp við vegg fjölmörgum eigendum sumarbústaða með fáranlegri kröfu um kaup á lóðum langt yfir markaðsverði?

 

Ekki er lengur um að ræða að hægt sé að framlengja leiguna á sanngjörnum verðum, heldur  skal fjórðungur úr hektara verða seldur  á níu miljónir eða þú ferð burt!  Þetta finnst mér vægast sagt harkalegar aðgerðir.

 

Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, hefur nýlega mælt með stjórnarfrumvarpi á Alþingi um frístundabyggð, sem verja skal rétt sumarbúsareigenda.  Frumvarpið fékk einróma stuðning í umræðum á Alþingi fyrir skömmu og er nú til skoðunar í félags- og trygginganefnd þingsins. 

 

Ágætu þingmenn. Er ekki nauðsynlegt að setja þetta mál í flýtimeðferð, þannig að hægt sé að afgreiða frumvarpið sem lög frá Alþingi nú um páskana? 

Það er mikið í húfi fyrir  sumarbústaðareigendur í Dagverðarnesi, þar sem leigutíminn er að renna út hjá fjölmörgum á næstu vikum. Nú þarf fólk á vernd að halda og það strax.


Höfundur

Kristín Erlingsdóttir
Kristín Erlingsdóttir
Bloggarinn er kona á besta aldri, kennari, gift og þriggja barna móðir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband