Skerđing á lífeyrisréttindum stundakennara

Skólavarđan sem er málgagn Kennarasambandsins kemur inn á mitt heimili Stundum er hún tekin strax úr plastinu og lesin en núna var enginn tími fyrr en ţessa síđustu helgi. Vatt mér í sófann og hóf lesturinn. Greinin sem ég ćtla ađ fjalla um er skrifuđ af Ingibjörgu Úlfarsdóttur launafulltrúa KÍ ţar sem hún fjallar um töku eftirlauna.  Óneitanlega vekur greinin upp spurningar um lífeyrisréttindi stundakennara sem ekki var minnst á, en starfandi grunnskólakennarar greiđa ýmist í LSR, A, eđa B sjóđ (Lífeyrissjóđ starfsmanna ríkisins) og fćr kennarinn ţá 11,5% í mótframlag frá ríkinu. Aftur á móti eru  stundakennarar skikkađir til ađ greiđa í  LSS, V-deild (Lífeyrissjóđ starfsmanna sveitarfélaga) og verđur ţá mótframlagiđ 8%. Munar  kannski ekkert um ţessi 3,5% ţegar starfsaldri lýkur? Auk ţess er V-deildin hjá LSS međ aldurstengd réttindi, sem merkir ađ  eldra fólk ávinnur sér mun minni lífeyrisréttindi en yngra fólk.  Ég hef reynslu af ţessu, Í mínu tilviki lét ég af störfum sem fastráđinn kennari og tók ađ mér forföll ţegar ţörf var á. Ađ mér forspurđri var mér gert ađ greiđa í LSS V-deild og ţá međ skert lífeyrisréttindi miđađ viđ A- deild LSR. Lofađ var ađ leiđrétta ţetta (Til er bréf upp á ţađ), en ekkert hefur orđiđ um efndir.  Nú vill svo til ađ ţađ starfa margir grunnskólakennarar sem stundakennarar, eru e.t.v. á 95 ára reglunni, farnir ađ taka eftirlaun 60 ára eđa eldri en langar ađ vinna lengur viđ kennsluna. Hvers vegna er veriđ ađ gjaldfella kennara sem taka ađ sér stundakennslu? Er ţetta geđţóttaákvörđun Reykjavíkurborgar? Fć ekki svör viđ ţessu né neinu sem viđ kemur ţessum greiđslum. Eitt veit ég ađ ţađ er greinilega forđast ađ minnast á ţćr. Fyrir utan ţetta var grein Ingibjargar góđ og gaf kennurum innsýn í flókin réttindi.  Ţađ kćmi ekki á óvart ađ áunnin lífeyrisréttindi mín ţá mánuđi ţegar ég var stundakennari, séu helmingi lćgri en ţau hefđu annars orđiđ, ef ég hefđi greitt í A-deild LSR! Ekki er minnst á lífeyrisréttindi stundakennara í kjarasamningum kennara. Er virkilega enginn ađ pćla í ţessu?  

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Kristín Erlingsdóttir
Kristín Erlingsdóttir
Bloggarinn er kona á besta aldri, kennari, gift og þriggja barna móðir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband